Fara í efni

Sjálfbærni

Það er okkur mikilvægt að starfsemi okkar byggi á gildum sjálfbærni. SBA-Norðurleið leggur ríka áherslu á að starfsemi fyrirtækisins styðji við framtíðarsýn í ferðaþjónustu og sé í sátt við samfélagið og umhverfið. Markmið SBA-Norðurleiðar er að öll starfsemi sé til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. SBA-Norðurleið hefur sett sér skýra umhverfisstefnu ásamt jafnréttisstefnu sem allt starfsfólk fyrirtækisins er hvatt til að vinna eftir.                                                                                                                                                         

SBA-Norðurleið leggur áherslu á að skapa fyrirmyndar vinnustað þar sem virðing og umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Árið 2023 fékk SBA-Norðurleið  vottun þess að vera mannauðshugsandi fyrirtæki.    

Undir sjálfbærnistefnu SBA-Norðurleiðar má finna:

  • Umhverfisstefna
  • Félagsleg ábyrgð
  • Ábyrg ferðaþjónusta