Fara í efni

Viðbragðsáætlun

Stefna SBA-Norðurleiðar er að veita framúrskarandi þjónustu og hluti af því er að tryggja öryggi farþega eins vel og hægt er. Ferðum er aflýst ef veður og færð ógna öryggi og starfsfólk hefur skipulagt og æft hvernig best er að bregðast við óhöppum og slysum.

Viðbragðshópur fyrirtækisins tekur ákvarðanir um hvenær ber að aflýsa ferðum vegna veðurs ásamt því að bregðast við og stýra aðgerðum á vegum fyrirtækisins þegar úrlausna er þörf vegna óhappa eða slysa.

Ferðum er sjálfkrafa aflýst eða frestað þegar Vegagerðin lokar leiðum. Þegar tvísýnt er með veður og veðurútlit metur viðbragðshópurinn aðstæður sérstaklega og áskilur sér rétt til að fella niður ferðir af öryggisástæðum. Hvert tilvik er skoðað sérstaklega út frá vindátt, vindstyrk, yfirborði vega, stærð og gerð ökutækis og þyngdar á farmi.

 

Hópurinn er skipaður fjórum lykilstarfsmönnum sem hafa eftirfarandi hlutverk ef óhapp eða slys verður:

 

 

Hópurinn vinnur þétt saman meðan á aðgerðum stendur og leitast við að taka ákvarðanir í samráði við hlutaðeigandi aðila en það geta t.d. verið:

  • Lögregla og björgunaraðilar vegna aðstæðna á vettvangi.
  • Verkkaupi varðandi áframhald ferðar.
  • Rauði krossinn ef þörf er fyrir áfallahjálp.
  • Önnur ferðaþjónustufyrirtæki sem mögulega tengjast óhappinu.

Eftir óhapp eða slys fer hópurinn yfir öll málsatvik og metur hvernig gekk að greiða úr málum og endurskoðar verklagsreglur og vinnuferla ef þörf er á því. Þegar öll málsatvik liggja fyrir eru starfsmenn fyrirtækisins upplýstir um atvikið á næsta starfsmannanfundi og hvaða lærdóm má draga af því.