Fara í efni

Félagsleg ábyrgð

  • Áhersla er lögð á öryggi og gæði í samgöngum.
  • Sýna öllum viðskiptavinum sömu virðingu og tillitssemi óháð t.d. kyni, uppruna, menningu, kynhneigð, trú, aldri, þjóðfélagsstöðu og líkamlegu atgervi.
  • Hafa í heiðri öll lög og reglur varðandi reksturinn og fylgir þeim eftir.
  • Unnið er að pappírs lausu bókhaldi og reikningsskilum og að faglega sé staðið að því.
  • Uppfylla allar skyldur við starfsmenn með því að fara að lögum og gildandi kjarasamningum.
  • Sjá til þess að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun og fræðslu og að vinnuskilyrði séu við hæfi.
  • SBA-Norðurleið styður íþrótta- og menningarstarf um allt land.

SBA-Norðurleið leggur áherslu á að skapa fyrirmyndar vinnustað þar sem virðing og umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Við erum eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynja er virt í hvívetna og fólk af öllum kynjum hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þróa hæfileika sína. 

Jafnlaunakerfi SBA-Norðurleiðar hf byggir á staðli ÍST85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun. Tilgangur og markmið jafnréttisstefnu SBA- Norðurleiðar hf er að stuðla að jafnrétti allra kynja í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt þeirra og að fylgja þeirri meginreglu að öllum kynjum séu greidd jöfn laun og að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.