Félagsleg ábyrgð
SBA-Norðurleið leggur áherslu á að skapa fyrirmyndar vinnustað þar sem virðing og umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. SBA-Norðurleið hefur vottun þess að vera mannauðshugsandi fyrirtæki. Mannauðsmælingar hafa farið reglulega fram síðan árið 2022. Slíkum mælingum er ætlað að bæta árangur og vellíðan allra starfsmanna og gefa fyrirtækinu upplýsingar um það sem gengur vel og það sem mætti gera betur.
- Áhersla er lögð á öryggi og gæði í samgöngum.
- Sýna öllum viðskiptavinum sömu virðingu og tillitssemi óháð t.d. kyni, uppruna, menningu, kynhneigð, trú, aldri, þjóðfélagsstöðu og líkamlegu atgervi.
- Hafa í heiðri öll lög og reglur varðandi reksturinn og fylgir þeim eftir.
- Unnið er að pappírs lausu bókhaldi og reikningsskilum og að faglega sé staðið að því.
- Uppfylla allar skyldur við starfsmenn með því að fara að lögum og gildandi kjarasamningum.
- Sjá til þess að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun og fræðslu og að vinnuskilyrði séu við hæfi.
- Unnið er að því að fá staðfesta jafnlaunavottun árið 2024.
- SBA-Norðurleið styður íþrótta- og menningarstarf um allt land.
Jafnréttisáætlun SBA-Norðurleiðar miðar að því að auka ánægju starfsmanna á vinnustað og tryggja jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækisins. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Tilgangur jafnréttisáætlunarinnar er að tryggja fyllsta jafnréttis óháð kyni, kynhneigð, þjóðernisuppruna, ætterni, aldurs eða skoðana að öðru leyti. Áætlunin tryggir einnig rétt til sömu launa fyrir sömu eða sambærilega vinnu óháð kyni.