Fara í efni

Jafréttisáætlun

Núgildandi jafnréttisáætlun okkar má finna hér að neðan. Jafnréttisáætlunin gildir fyrir alla starfsemi SBA-Norðurleiðar.
Í áætluninni eru markmið skilgreind, staðan sett fram ásamt markmiðum, aðgerðum, ábyrgð og tímaramma. Grundvöllur markmiðanna er að þau séu mælanleg, að þau uppfylli kröfur laga og að árangur þeirra sé mældur og rýndur af æðsta stjórnanda. Einnig er afstaðan tekin til þess hvort endurskoða eigi markmiðin, það styður við virkni jafnréttisáætlunarinnar og hugmyndafræðina um stöðugar umbætur.
Skrifstofustjóri, ásamt öðrum stjórnendum og starfsfólki SBA-Norðurleiðar mega leggja til endurskoðunar og breytingar á jafnréttisáætluninni.
Famkvæmdastjóri ber ábyrgð á að markmiðum sé fylgt eftir svo þeim sé náð. Allir stjórnendur skuldbinda sig til þess að styðja við þær aðgerðir sem þarf til þess að ná markmiðunum.
SBA-Norðurleið ber ábyrgð á að fylgjast með framgangi allra markmiða, greina hvort eitthvað standi í vegi fyrir því að þau raungerist á áætluðum tíma og taka saman niðurstöður fyrir rýni. Við gerð og endurskoðun jafnréttisáætlunar skal staðan á öllum markmiðum tekin, markmið sett og aðgerðir til umbóta tilgreindar og tímasettar.
Jafnréttisáætlun þessi er í gildi frá útgáfudegi til endurskoðunardags að fengnu samþykki Jafnréttisstofu.

JAFNRÉTTISÁÆTLUN