Fyrirtæki ársins hjá Markaðsstofu Norðurlands
Á dögunum hélt Markaðsstofa Norðurlands árlega uppskeruhátíð sína með ferðalagi um vestanverðan Eyjafjörð. Fyrirtæki voru heimsótt á Dalvík og Ólafsfirði áður en haldið var í Fljótin og endað með veislu á Siglufirði.
Fyrirtæki ársins 2021 er SBA Norðurleið. Þessa viðurkenningu fá fyrirtæki sem hafa skapað sér sterka stöðu á markaði og hafa unnið að uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi. SBA Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Hafnarfirði og er með flota af 80 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs. Góð þjónusta hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu og hefur það verið mjög öflugt í að nýta þau tækifæri sem gefast til að byggja upp aukna starfsemi á Norðurlandi. SBA er enda þekkt fyrir að geta tekist á við hvaða aðstæður sem er. Ingibjörg Elín Jónasdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd SBA - Norðurleiðar.
Fréttina í heild sinni má lesa á vefsíðu Markaðsstofu Norðurlands