Fyrsta dagsferð sumarsins verður 27. júní.
24.06.2020
Næsta laugardag, 27. júní förum fyrstu dagsferð sumarsins. Um svo kallaðan Demantshring er að ræða en þátttakendum gefst kostur á að kynnast undraheimi Jökulsárgljúfurs og heimsækja Húsavík.
Við skoðum allar helstu náttúruperlur á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, þ.e. Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss, Hólmatungur, Hljóðaklettar og Ásbyrgi. Þeir sem vilja geta gengið um 8 km leið úr Hólamtungum í Hljóðakletta. Einnig er hægt að velja styttri gönguleiðir út Á Húsavík geta þátttakendur valið um að fara í Sjóböðin eða skoða sig um í bænum.
Aðrar dagsetningar fyrir þessa ferð eru:
- Fimmtudagur 2. júlí
- Laugardagur 11. júlí
- Fimmtudagur 6. ágúst
- Laugardagur 15. ágúst
- Laugardagur 29. ágúst
Nánari upplýsingar og skráning á www.sba.is eða í s. 5 500 717.