Óskum eftir að ráða bílstjóra
28.02.2025
SBA-Norðurleið óskar eftir að ráða góða og ábyrga bílstjóra með ríka þjónustulund til aksturs hópbifreiða sumarið 2025.
Störfin eru á Akureyri og Hafnarfirði.
Í boði eru störf í allt sumar eða hluta að sumri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur og þjónusta við farþega
- Umsjón og umhirða bifreiða.
Menntunar og hæfniskröfur
- Ökuréttindi í D-flokki
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og reglusemi
- Hreint sakavottorð
- Tungumálakunnátta er kostur
- Íslenskukunnátta áskilin
Tekið verður á móti umsóknum á www.sba.is eða sba@sba.is til 16. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað.