Fara í efni

SBA-Norðurleið framlengir samstarf við Þór

Gunnar M, framkvæmdastjóri SBA - Norðurleiðar, & Páll Pálsson formaður, handknattleiksdeildar Þórs, …
Gunnar M, framkvæmdastjóri SBA - Norðurleiðar, & Páll Pálsson formaður, handknattleiksdeildar Þórs, undirrita samstarfssamninginn á dögunum.

SBA - Norðurleið og handknattleiksdeild Þórs á Akureyri hafa skrifað undir samstarfssamning um áframhaldandi akstur meistaraflokks karla í útileiki liðsins á komandi leiktíð.

Þórsarar leika í Olís-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á dögunum. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, og Páll Pálsson formaður handknattleiksdeildar Þórs undirrituðu samning þess efnis á dögunum.