Bílstjórar og leiðsögumenn óskast til starfa.
03.01.2023
SBA-Norðurleið óskar eftir góðum bílstjórum til aksturs hópferðabifreiða. Einnig vantar leiðsögumenn til starfa.
Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að ráða bílstjóra í febrúar, mars, apríl og sumarið 2023 bæði á Akureyri og í Hafnarfirði. Um fjölbreytt og lifandi störf er að ræða.
Hæfnikröfur eru:
*D-réttindi til meiraprófs.
*Hreint sakavottorð.
*Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
*Stundvísi og reglusemi.
*Tungumálakunnátta er kostur.
Einnig vantar leiðsögumenn, mest í dagsferðir frá Akureyri frá 15. maí - 20. september 2023.
Umsóknum á samt ferilskrá skal skilað á https://www.sba.is/is/um-okkur/starfsumsokn